A A A

Nú er ég léttur

Nú er ég léttur
og orðinn nokkuð þéttur
Ég er í ofsa stuði
og til í hvað sem er.

Þú ert svo sæt og yndisleg
að allur saman titra ég
af ást til þín, ó elskan mín
já er ekki tilveran dásamleg

Nú er ég þreyttur
og ákaflega sveittur
í þessu létta lagi
þig legg að vanga mér.

Þú ert svo ...

Nú er ég léttur
og orðinn nokkuð þéttur
því nú er ballið búið
ég býð þér með mér heim,
því nú er ballið búið
ég býð þér með mér heim

Geirmundur Valtýsson
Snerpa ehf | Mánagata 6, 400 Ísafirði | Sími: 520 4000 | Fax 520 4002 | SIP | Skype |Hafa samband | Vefumsjón
Opið alla virka daga 8:00-12:00 og 13:00-17:00