A A A

Tölvužjónusta

Snerpa býður alhliða tölvuþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki, með megin markmið að mæta þörfum viðskiptavina til fulls.
Við leggjum áherslu á öryggi og réttar uppsetningar þar sem vélbúnaður og hugbúnaður þurfa að vinna saman, til að ná hámarksafköstum, ásamt að veita vörn gegn vírusum og tölvuinnbrotum. Snerpa þjónustar bæði Windows og Mac OS X stýrikerfin.

Fyrirtæki

Snerpa leggur meðal annars áherslu á öfluga fyrirtækjaþjónustu þar sem viðbragðstími er í lágmarki og fyrirbyggjandi aðgerðir hafðar að leiðarljósi.

Einstaklingar

Snerpa vanmetur ekki einstaklingsþáttinn í tölvuþjónustunni, hefur vönduð vinnubrögð og hraðvirka þjónustu í hávegi.

Internet

Snerpa býður upp á fjölbreytta Internetþjónustu.

Snerpa býður allar hefðbundnar tengingar eins og ADSL, ISDN eða módem um allt land. Einnig eru í boði VDSL2-tengingar og örbylgjutengingar við Internet á völdum stöðum.

Snerpa rekur Internetþjónustu með miðstöð á Ísafirði og hnútpunkta fyrir föst netsambönd í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, Þróunarsetri Vestfjarða, í Súðavík, Flateyri, Þingeyri, á Suðureyri og víðar. Netþjónustan hefur starfað síðan árið 1994 og er því sú elsta á landinu.


Að mestu er stuðst við tölvubúnað sem keyrir á Linux stýrikerfinu og er Linux notað í póstmiðlun, vefmiðlun, gagnasöfn og netstjórnun og raunar flest þau verkefni sem sinna þarf. Við rekum einnig Windows 20xx netþjóna undir ýmsar gagnagrunnsþjónustur og sérhæfð verkefni. Vefir eru keyrðir á bæði Windows og Linux vef- og gagnagrunnsþjónum, en alls eru mörg hundruð vefþjónar keyrðir hjá Snerpu. Netbúnaður, þ.e. sá búnaður sem notaður er til stjórnunar á víðnetsumferð er nær eingöngu frá Cisco. Auk varaaflgjafa höfum við einnig öfluga dieselrafstöð sem hægt er að grípa til við straumrof.

Snerpa er tengd með ljósleiðarasambandi inn á IP-net Símans og þar í gegn er m.a. tengingar við útlandagátt Símans. Einnig er í notkun ljósleiðarasamband við Vodafone og eru því í notkun tvær leiðir, óháðar hvor annarri. Til notenda er tenging við BRAS-búnað Mílu en um hann er veitt xDSL-tengingum til notenda sem nota búnað í símstöðvum utan Vestfjarða en Snerpa rekur einnig eigin tengingar í flestum þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum. Þá er Snerpa með búnað í símstöðvarbyggingum Mílu á Ísafirði og víðar og í skiptistöð innanlandsumferðar (RIX) í Tæknigarði og þar er skipst á netumferð við aðrar helstu íslenskar netveitur.

 

Snerpa býður ADSL og VDSL-tengingar um allt land á neti Mílu þar sem einnig er víða hægt að fá sjónvarpsþjónustu yfir xDSL og einnig á eigin neti á nokkrum stöðum á Vestfjörðum. Mjög víða fæst sérhæfð þjónusta fyrir fyrirtæki og stofnanir, t.d. rútun neta yfir xDSL (sambærilegt við ADSL+ en ódýrara) og Annex.M aukinn upphraði allt að 2,5 Mbit á ADSL og VDSL.

 

Innhringinúmer Snerpu fyrir mótöld og ISDN er 520-4009
Nafnaþjónar Snerpu eru 193.109.22.1 og 193.109.16.1

Klukkuþjónn (NTP): time0.snerpa.is

Innkomandi póstþjónn(POP3/IMAP): mail.snerpa.is

Útfarandi póstþjónn (SMTP): smtp.snerpa.is

 

Sendipósthús með auðkenningu: asmtp.snerpa.is port 587

IMAP sendipósthús: port 993 og SSL

 

Hraðamæling

 

Notkunarskilmálar

Öryggisstefna Snerpu

Kerfistilkynningar

Leiðbeiningar til notenda

Almennar takmarkanir á netumferð

Reglur um skráningu og upplýsingar úr annálum

IP uppfletting

Vķrusvarnir

Snerpa er umboðsaðili fyrir Kaspersky Antivirus á Íslandi sem er eitt öflugasta vírusvarnarforritið í heiminum í dag.

Nánari upplýsingar um forritið ásamt hjálp með uppsetningu um er að finna á vefsíðunni www.antivirus.is og þar er einnig að finna talnaefni um hvaða vírusar og ormar eru virkastir í augnablikinu auk ýmislegra gagnlegra upplýsinga um tölvuvírusa.

Vefhönnun

Snerpa er rótgróið fyrirtæki á sínum sviðum sem eru tölvuviðgerðir, fyrirtækjaþjónusta, internetið og vefhönnun.

Hjá Snerpu starfa fagmenn á sviði vefhönnunar og bjóðum við upp á alla helstu liði hennar.

  • Vefhönnun
  • Grafísk hönnun
  • Innrakerfi
  • Hýsing

 

Allt um vefhönnun Snerpu má sjá á vefsíðu Snerpils Vefumsjón

Póstöryggi

Snerpa býður mjög öfluga lausn fyrir fyrirtæki og stofnanir sem þurfa að veiruhreinsa póst og verjast ruslpósti. Lausnin felst í því að Snerpa tekur við pósti fyrir viðkomandi, skannar hann með KAV veiruvörninni frá Kaspersky Labs og greinir síðan frá ruslpóst og ýmis konar svindlpóst með Póstverði. Pósturinn er síðan framsendur á móttökupósthús viðskiptavinar.

KAV og Póstvörður er hagkvæm lausn þar sem viðskiptavinur þarf ekki lengur sjálfur að fylgjast með að veiruvörn sé rétt uppfærð eða bregðast við og reyna að hindra ruslpóst.

Þjónusta við skönnun og hreinsun fyrir eitt lén með allt að 1000 netföngum og allt að 500 MB af pósti á dag kostar kr. 7.100 á mánuði án vsk.

Notendur sem hýsa lén og póst hjá Snerpu fá þessa þjónustu innifalda í hýsingarverði.

Fyrirtękjažjónusta

Snerpa leggur meðal annars áherslu á öfluga fyrirtækjaþjónustu þar sem viðbragðstími er í lágmarki og fyrirbyggjandi aðgerðir hafðar að leiðarljósi. Í boði eru m.a. fyrirtækjasamningar þar sem tímaverð er mun hagtæðara en gengur og gerist. Er þinn tölvubúnaður í lagi ? Kannaðu málið betur!

Verkstęši

Snerpa vanmetur ekki einstaklingsþáttinn í tölvuþjónustunni, hefur vönduð vinnubrögð og hraðvirka þjónustu í hávegi. Er tölvan sein eða með stæla við þig? Mættu bara með vélina og við förum yfir hana fyrir þig!

 

Sanngjörn rukkun

Viðskiptavinur er einungis rukkaður um þann tíma sem viðgerðarmaður er að vinna við tölvuna. Ekki er rukkað fyrir þann tíma sem tölvan er að uppfæra sig eða er að keyra vírusskönnun.

 

Möguleikar:

  • PC, MAC, fartölvur, borðtölvur og í sumum tilfellum annar tengdur raftækjabúnaður
  • Flýtimeðferð, tölva kláruð á sólarhring
  • Fá mann á staðinn

 

Skilmálar verkstæðis

Comodo SSL

Nú er hægt að kaupa SSL lykla frá Comodo á vefi sem hýstir eru hjá Snerpu. Mikið úrval lykla er til eftir þörfum hvers og eins en við veitum að sjálfsögðu ráðgjöf um val. Einfaldasta og algengasta gerð SLL lykla fæst hér fyrir eitt ár og hér fyrir þrjú ár.. Athugið að hafa þarf samband við Snerpu í netfangið ssl@snerpa.is til að ljúka pöntun og ganga frá greiðslu áður en skírteini er gefið út.

Fjarašstoš

Snerpa býður notendum fjaraðstoð ef slíkt er nauðsynlegt til að leysa vandamál og netsamband er fyrir hendi. Hægt er að virkja sérstakt forrit á tenglinum hér að neðan hér til að fá fjaraðstoð. Fylgið leiðbeiningum kerfisstjóra um uppsetningu.

 

Windows Mac OS X

 

 

Snerpa ehf | Mįnagata 6, 400 Ķsafirši | Sķmi: 520 4000 | Fax 520 4002 | SIP | Skype |Hafa samband | Vefumsjón
Opiš alla virka daga 8:00-12:00 og 13:00-17:00