A A A

Vegna uppfærslu í ljósleiðarakerfi Snerpu mun verða rofin í allt að 20 mínútur
ljósleiðaratenging sem er milli Snerpu og símstöðvarinnar á Ísafirði. Þessi
tiltekna tenging þjónar þeim sem nota xDSL-kerfi Snerpu á Ísafirði, Suðureyri,
Flateyri, Þingeyri, Mjólká og Bíldudal. Einnig gætu tengingar í Stjórnsýsluhúsi
orðið fyrir áhrifum. ADSL-tengingar um kerfi Símans verða ekki fyrir áhrifum.

Á meðan rofið varir er umferðin flutt um varaleið sem er afkastaminni og gætu
notendur því orðið fyrir sambandstruflunum og/eða töfum vegna þess.

Reiknað er með að rofið verði um kl. 17 í dag mánudag.

Vegna viðhalds gætu orðið truflanir á póstþjónustu Snerpu á milli klukkan 06:00 og 07:00 fimmtudaginn 9. ágúst.

Netbúnaður Snerpu á Þingeyri er bilaður. Þetta hefur áhrif á nokkra viðskiptavini á Þingeyri og Bílduda. Verið er að athuga nánar um bilunina. kl. 09:23 - Sambönd eru komin upp.

kl. 9:10 Truflanir hafa verið í IP-neti og útlandasamböndum Símans og hafa verið að ágerast frá kl. 6:26 í morgun. Verið er að greina hvað veldur.

kl. 09:25 Sambönd eru komin upp um varaleiðir Snerpu. Truflanir í kerfum Símans hafa þó enn áhrif og verið er að greina þær. Ekki er á þessu stigi fáanlegar frekari upplýsingar.

kl. 10:28 Truflanir í IP-neti Símans virðast vera hættar. Ekki hafa borist neinar nýjar upplýsingar frá Símanum um stöðuna.

Vagna bilunar í jarðstreng Orkuveitu Reykjavíkur við Dunhaga í Reykjavík fór straumur af húsinu sem hýsir netbúnað Snerpu í Reykjavík og varði rafmagsleysið nógu lengi til að tæmdist út af varaaflgjöfum. VIð þetta fluttist umferð á aðra leið en nokkrir aðrir aðilar sem tengjast RIX í Tæknigarði urðu einnig fyrir truflunum af þessum völdum. Vandamálin hófust að hluta kl. 10 í morgun en um kl. 14:25 fór rafmagn alveg af í um 2 mínútur á meðan skipt var um varaafl. Sambönd ættu nú að vera truflanafrí en búast má við stuttu rofi í fyrramálið þegar rafmagn verður aftur flutt í réttar skorður.

Aðalnafnaþjónar Snerpu urðu sambandslausir um kl. 11:55 og komu aftur í samband nokkrum mínútum seinna.  Flestir notendur nota ekki aðalnafnaþjóna og urðu því einungis truflanir hjá þeim sem þurftu að endurnýja DNS-upplýsingar frá aðalnafnaþjónum.

Vegna fyrirhugaðrar vinnu Mílu við ljósleiðaralagnir í Tæknigarði á tímabilinu kl. 9-12 þriðjudaginn 7. febrúar, má búast við að sambönd Snerpu við RIX (skiptistöð innanlandsumferðar) og Hringiðuna falli út á tímabilinu. Einstök sambönd, þ.e. innanlandsumferð og samband við NorduNET falla út á meðan en ættu að flytjast sjálfkrafa á aðrar leiðir. Venjulega eru varaleiðir um net Símans en þar sem þeirra tenging við RIX rofnar einnig á sama tíma getur þetta þó haft þau áhrif að umferð til einstakra aðila innanlands gæti flust milli útlandasambanda og eykst þá svartími við þau verulega á meðan. Truflanir vegna þessa ættu ekki að verða meira en um ein klst.

7. febrúar: Míla flýtti vinnu sinni og var útfall á sambandinu kl. 06:05 til kl. 06:25 - Flest sambönd ef ekki öll virðast hafa farið eðlilega yfir á varaleiðir og til baka.

1 Gbps samband Símans á milli Búðardals og Ísafjarðar fór niður  um kl. 13:25 í dag. Á meðan fer umferð um varaleiðir og flutningsgeta er verulega skert. Unnið er að greiningu og viðgerð.

Uppfært kl. 14: Sambandið virðist komið í lag, enn er verið að skoða hvað olli, virðist hafa verið truflun hjá Mílu.

Vegna breytinga í stofnlínukerfi Mílu verður stutt rof, væntanega innan við
5 mínútur um kl. 16 í dag á tengingum Snerpu á Flateyri og Suðureyri.

Fyrra áætlað rof sem átti að vera kl. 13:30 verður ekki heldur var þessu
frestað til kl. 16 í dag mánudag.
Vegna uppfærslu sem send var út af Símanum í gær, er hluti notenda sem eru með Thomson beina frá Símanum með vandamál við auðkenningu. Endurræsing ætti að lagfæra flesta en vart hefur verið við að í sumum tilfellum dugir það ekki til.
Þeir notendur Snerpu sem telja sig vera í þeim sporum eru vinsamlegast beðnir að senda póst á snerpa@snerpa.is og við munum hafa samband eftir því sem tök eru á.

Snerpa ehf | Mánagata 6, 400 Ísafirði | Sími: 520 4000 | Fax 520 4002 | SIP | Skype |Hafa samband | Vefumsjón
Opið alla virka daga 8:00-12:00 og 13:00-17:00