A A A

Vegna fyrirhugaðrar vinnu Mílu við ljósleiðaralagnir í Tæknigarði á tímabilinu kl. 9-12 þriðjudaginn 7. febrúar, má búast við að sambönd Snerpu við RIX (skiptistöð innanlandsumferðar) og Hringiðuna falli út á tímabilinu. Einstök sambönd, þ.e. innanlandsumferð og samband við NorduNET falla út á meðan en ættu að flytjast sjálfkrafa á aðrar leiðir. Venjulega eru varaleiðir um net Símans en þar sem þeirra tenging við RIX rofnar einnig á sama tíma getur þetta þó haft þau áhrif að umferð til einstakra aðila innanlands gæti flust milli útlandasambanda og eykst þá svartími við þau verulega á meðan. Truflanir vegna þessa ættu ekki að verða meira en um ein klst.

7. febrúar: Míla flýtti vinnu sinni og var útfall á sambandinu kl. 06:05 til kl. 06:25 - Flest sambönd ef ekki öll virðast hafa farið eðlilega yfir á varaleiðir og til baka.

1 Gbps samband Símans á milli Búðardals og Ísafjarðar fór niður  um kl. 13:25 í dag. Á meðan fer umferð um varaleiðir og flutningsgeta er verulega skert. Unnið er að greiningu og viðgerð.

Uppfært kl. 14: Sambandið virðist komið í lag, enn er verið að skoða hvað olli, virðist hafa verið truflun hjá Mílu.

Vegna breytinga í stofnlínukerfi Mílu verður stutt rof, væntanega innan við
5 mínútur um kl. 16 í dag á tengingum Snerpu á Flateyri og Suðureyri.

Fyrra áætlað rof sem átti að vera kl. 13:30 verður ekki heldur var þessu
frestað til kl. 16 í dag mánudag.
Vegna uppfærslu sem send var út af Símanum í gær, er hluti notenda sem eru með Thomson beina frá Símanum með vandamál við auðkenningu. Endurræsing ætti að lagfæra flesta en vart hefur verið við að í sumum tilfellum dugir það ekki til.
Þeir notendur Snerpu sem telja sig vera í þeim sporum eru vinsamlegast beðnir að senda póst á snerpa@snerpa.is og við munum hafa samband eftir því sem tök eru á.

Undanfarin tvö kvöld, á tímabilinu frá um kl. 20 til um kl. 01 hefur orðið vart við lítilsháttar tafir á netsamböndum hjá Snerpu milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Þetta stafar af auknu álagi um norðurleið hringtengingar, þar sem ljósleiðari rofnaði í hlaupinu í Múlakvísl. Unnið er að því að koma sambandinu yfir Múlakvísl upp á ný sem ætti að ljúka í þessarri viku, jafnvel á morgun.
15. júlí: Viðgerð á ljósleiðara yfir Múlakvísl er lokið.
Um kl. 18:15 í dag komu fram sambandsrof í IP-neti Símans, fyrst við útlandagátt Símans og í framhaldinu við samband okkar í Tæknigarði þar sem við tökum aðal útlandasamband okkar. Samband var slitrótt í nokkrar mínútur en virðist komið aftur í lag kl. 18:28 - Einhverjir notendur misstu við þetta samband en flestir ættu ekki að hafa orðið varir við það.
Bilun kom fram í landshring á Vesturlandi sem hafði þau áhrif að álag varð of mikið um landshring austur um land. Fyrir vikið voru sum sambönd hægvirkari en ella. Viðgerð lauk um kl. 20:50 og virðist ástand eðlilegt.
Þó er samband við mbl.is niðri en þar hafa verið trulanir frá um kl. 16 í dag óskyldar bilun á Vesturlandi, og er verið að vinna í því að lagfæra það. Búast má við frekari truflunum í nótt þegar sambönd verða færð aftur á aðalleiðir.
kl. 23:39 í kvöld fór niður aðalsamband Símas milli Ísafjarðar og Búðardals en umferð fer um varasamband á meðan. Varasambandið er með mun minni afköstum og er t.d. ADSL-sjónvarp víða á Vestfjörðum einnig niðri vegna þessa. Verið er að greina bilunina. Vegna viðhaldsvinnu Mílu á Krossholti á Barðaströnd í nótt mun aðalsambandið og einnig 3G-þjónusta á svæðinu rofna á milli kl. 02:30 og 03:30 þannig að búast má við frekari truflunum í nótt.
Vegna flutnings á samböndum Mílu yfir á nýjan ljósleiðara í Bolungarvíkurgöngum verða rof á farsíma- og gagnaflutningssamböndum á tímabilinu milli kl. 01:00 og 06:00 aðfararnótt 2. mars. Rof verða mislöng. Fastlínusímar ættu ekki að verða fyrir áhrifum.
Í morgun hófust sk. DOS-árásir á netnúmer á netum Snerpu. Árásinar hafa frekar lítil áhrif á flesta notendur en hjá fáeinum notendum eru áhrifin meiri og er unnið að því að loka á árásirnar. Yfirleitt eru svona árásir vegna veirusmitana á fyrirtækjanetum með öflugan netaðgang. Af þessu tilefni hvetjum við notendur til að gæta að því að veiruvarnir þeirra séu virkar og rétt uppfærðar.
kl. 10:30 í morgun bilaði varaaflgjafi í hnútpunkti Snerpu á Reykhólum. Þetta hafði áhrif á örbylgjutengda notendur á svæðinu að Skarðsströnd og í Saurbæ. Nokkurn tíma tók að greina bilunina og komst samband því ekki aftur á fyrr en um kl. 11:10

Pˇstlisti

HŠgt er a­ skrß sig ß pˇstlistann til a­ fß tilkynningar um breytingar, uppfŠrslur o.fl. Ý t÷lvupˇsti.
Snerpa ehf | Mßnagata 6, 400 ═safir­i | SÝmi: 520 4000 | Fax 520 4002 | SIP | Skype |Hafa samband | Vefumsjˇn
Opi­ alla virka daga 8:00-12:00 og 13:00-17:00