Spurningar og svör

Falspóstur og vefveiðar (phishing)

Það eru alveg jafnmargir glæpamenn á Internetinu og úti í þjóðfélaginu. Þeir hafa margir hverjir sérhæft sig í að blekkja fólk til að sækja forrit og skjöl sem eiga það sameiginlegt að geta gagnast viðkomandi til að ná stjórn á búnaði, hvort sem er tölvum, snjallsímum eða öðrum nettengdum hlutum.

Til þess að fá fólk til að hlaða niður og opna skjöl eru gjarna útbúnir póstar sem við fyrstu sýn virðast vera frá þekktum sendanda, t.d. tilkynning um sendingu frá póstinum sem vísar í vefslóð til að skrá inn kortaupplýsingar eða frá hraðsendingarfyrirtæki eins og DHL um að þú eigir sendingu og þurfir að opna skjöl til að fá pakkann afhentan.

Dæmi eru til um falspóst sem reynt var að láta líta út fyrir að komi um þekkta skráaflutningaþjónustu sem kallast WeTransfer. Þá er pósturinn sjálfur nákvæm eftirmynd af pósti sem er sendur þegar viðtakanda berst skjali gegn um þjónustuna. Niðurhalshlekkurinn vísar hinsvegar á skjal sem er ekki á netþjónum WeTransfer, heldur á vef sem sendaninn hefur brotið upp og sett skjalið inn á.

Hvað gerist þegar skjalið er opnað er svo ekki vitað en sjálfsagt er það enginn glaðningur.


Upp