Spurningar og svör
Rafræn skilríki
Rafræn skilríki eru skilríki sem þú notar á internetinu en þau jafngilda því að framvísa persónuskilríkjum. Rafræn skilríki er meðal annars hægt að nota til innskráningar í heimabanka og flestar þjónustusíður sveitarfélaga og opinberra stofnana eða einfaldlega til að ganga frá skilum á skattframtalinu. Farsímakort Hringdu í gegnum Snerpu styðja rafræn skilríki.
Hvar sæki ég um rafræn skilríki?
Þú sækir um skilríkin í bankaútibúinu þínu eða hjá Auðkenni.
Kostar eitthvað að nota rafræn skilríki?
Snerpa rukkar ekki fyrir notkun rafrænna skilríkja innanlands en erlendis fylgir gjaldskráin SMS notkun erlendis.
Virka rafræn skilríki á öllum farsímum?
Þau virka á langflestum farsímum en þó eru nokkrir vandræðagemsar. Hérna er listi yfir þá.
Hvar er hægt að nota rafræn skilríki?
Á mörgum stöðum! Smelltu hér til að skoða lista yfir þau vefsvæði sem styðjast við rafræn skilríki.
Verð ég að eiga farsíma til að nota rafræn skilríki?
Alls ekki. Þú getur sótt um svokölluð einkaskilríki hjá Auðkenni en árgjaldið er 1.700 kr. Þessi lausn hentar sérstaklega vel þeim einstaklingum sem eru búsettir erlendis og hafa ekki íslenskt farsímanúmer. Smelltu hér til að kynna þér málið.
Hvað gerist ef ég týni farsímanum eða SIM kortinu?
Þá þarftu að hafa samband við okkur sem fyrst til að við getum lokað kortinu. Í framhaldinu færðu nýtt kort og þarf að virkja rafrænu skilríkin upp á nýtt.
Hvað gerist ef ég skipti um símafyrirtæki eftir að hafa virkjað rafræn skilríki?
Þar sem rafræn skilríki eru alltaf bundin SIM kortinu en ekki símanúmerinu þarftu að virkja þau aftur þegar skipt er um símafyrirtæki.
Sérðu ekki svar við spurningunni þinni?
Kíktu á Spurt&Svarað á vef Auðkennis.