Spurningar og svör

Roam Like Home

Hvernig virkar Roam Like Home í Evrópu?
Þú færð ótakmörkuð símtöl & skilaboð þegar þú ert á ferðalagi innan EES ásamt því að hluti af gagnamagninu þínu er innifalið.

Hvaða lönd eru í Roam Like Home?
Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Færeyjar, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Króatía, Kýpur, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland, Þýskaland.

ATH: Bretland er ekki lengur innan EES en er þó áfram hluti af Roam Like Home hjá Snerpu.

Hversu mikið gagnamagn fæ ég í Roam Like Home?
Það fer eftir áskriftinni sem þú ert með. Þú getur nálgast allar upplýsingar um innihald pakkans á https://snerpa.is/simi

Hvað borga ég fyrir símtöl og SMS með Roam Like Home?
Þú færð ótakmörkuð símtöl og skilaboð innan allra og til allra EES landa (ásamt Bretlandi) í Roam Like Home. Með öðrum orðum borgarðu ekkert aukalega fyrir þessa notkun. Símtöl og SMS til landa utan EES eru rukkuð samkvæmt gjaldskrá fyrir notkun erlendis.

Hvað kostar að hringja og senda SMS með Roam Like Home til Íslands?
Ekki neitt.

Hvað kostar að taka á móti símtali í Roam Like Home?
Ekki neitt.

Hvað þarf ég að gera til að virkja Roam Like Home?
Ekki neitt! Allar farsímaáskriftir Snerpu fá sjálfkrafa Roam Like Home.

Er eitthvað þak á netnotkun í Roam Like Home?
Já. Þegar notkun á gagnamagni er komin í 7.000 kr. lokum við fyrir netið í símanum og sendum þér SMS. Þér býðst þá að opna fyrir netið með því að svara SMS-inu með kóðanum OPNA.

Get ég verið búsettur erlendis og notað Roam Like Home?
Roam Like Home er hugsað fyrir einstaklinga á ferðalagi sem eru búsettir á Íslandi. Sé farsímanotkun þín eða viðvera meiri erlendis en á Íslandi áskiljum við okkur rétt til að bæta við álagi á notkunina með 14 daga fyrirvara. Við mælum annars eindregið með að vera með farsímaáskrift erlendis sértu búsettur annars staðar en á Íslandi þar sem innifalið gagnamagn nýtist betur.


Upp