Spurningar og svör
Týndur eða stolinn farsími
Ef símtæki þitt týnist eða er stolið er nauðsynlegt að tilkynna slíkt til Snerpu eða þjónustuvers Hringdu sem allra fyrst. Þetta á sérstaklega við um þjófnað erlendis en þá er tilgangurinn oft að nota SIM-kortið til að hringja í gjaldskyld númer. Það gæti haft í för með sér reikning upp á mörg hundruð þúsund krónur.
Utan opnunartíma Snerpu eða þjónustuvers Hringdu má senda tölvupóst á hringdu@hringdu.is eða senda skilaboð á Facebook síðu Hringdu. Mikilvægt er að taka fram kennitölu áskrifanda og símanúmer áskriftar.