Spurningar og svör

Uppsögn á þjónustu

Ef segja á upp ljósleiðaraheimtaug hjá Snerpu sem tengd er inn á kerfi Mílu, þarf viðskiptavinur að senda tölvupóst á netfangið adstod@snerpa.is.

  • Báðir aðilar, Snerpa og viðskiptavinur, geta sagt upp notkun á ljósleiðarheimtaug Snerpu.
  • Segi viðskiptavinur upp ljósleiðarheimtaug, þarf uppsögn að berast Snerpu skriflega á netfangið adstod@snerpa.is eigi síðar en 25. dags þess mánaðar til að hún taki gildi um komandi mánaðarmót. Berist uppsögn síðar, tekur hún gildi þar næstu mánaðarmót.
  • Viðskiptavinum er bent á að uppsögn á notkun ljósleiðaraheimtaug hjá Snerpu inn á kerfi Mílu jafngildir ekki uppsögn á þjónustu um ljósleiðara, þ.e. interneti, sjónvarpsáskrift og heimasíma. Segja þarf slíkri þjónustu upp hjá viðkomandi fjarskiptafélagi.
  • Á sama hátt er uppsögn á þjónustu hjá viðkomandi þjónustuveitu ekki sjálfkrafa uppsögn á ljósleiðaraheimtaug Snerpu inn á kerfi Mílu.

Upp