þriðjudagurinn 2. júní 2015
Neyðarþjónustan opnar nýja vefsíðu
Neyðarþjónustan ehf. opnaði á dögunum nýja vefsíðu fyrir gler- og lásadeildirnar hjá sér á léninu Neyd.is.
Neyðarþjónustan er með 25 ára reynslu í lyklasmíði, lásaviðgerðum og opnunum auk þess að sinna glerísetningum, tjónaviðgerðum og bráðalokunum allan sólarhringinn.
Nýja vefsíðan keyrir á Snerpili Vefumsjónarkerfinu og leysir af hólmi aðalsíðu félagsins sem var komin til ára sinna. Nýja síðan er að sjálfsögðu snjallsímavædd og öll hin glæsilegasta.
Sif Grétarsdóttir, framkvæmdarstjóri Neyðarþjónustunar, var afar sátt við útkomuna.
"Neyðarþjónustan ehf. á rætur að rekja vestur á firði og því ekki annað í boði en að vera með tölvuþjónustu og kerfisumsjón fyrir vestan. Sturla Stígsson var fengin til að aðstoða við gerð nýrrar heimasíðu félagsins og vann það verk af mikilli lipurð og alúð. Hjá Neyðarþjónustunni ehf. óskuðum við eftir þægilegu heimasíðuviðmáti en höfðum áður kynnst Snerpli hjá annarri deild félagsins og líkað vel. Fundið var útlit sem hentaði og Snerpa aðlagaði það að sínu viðmóti. Snerpill er í alla staði þægilegt viðmót og notendavænt, jafnvel fyrir þá sem hafa tíu þumalfingur og kunna ekkert í forritun. Einfalt að breyta og bæta og svo er ómetanlegt að Snerpa er aldrei nema símtal í burtu, það fæst ekki með tilbúnum viðmótum sem keypt eru erlendis. Mælum hiklaust með Snerpu og Snerpli!"
Við óskum Neyðarþjónustunni innilega til hamingju með nýja síðu!
Snerpa