Cover
þriðjudagurinn 8. september 2009

Veftilboð Snerpu - Til nýsköpunarverkefna og smærri fyrirtækja

Eitt af lykilatriðunum í rekstri fyrirtækja er að vera sýnilegur á markaði og vönduð heimasíða er mjög mikilvægur þáttur í því.  Það er dýrt að koma sér upp góðri heimasíðu og við vitum að ný og lítil fyrirtæki þurfa að horfa í hverja krónu í uppbyggingu og rekstri. Því bjóðum við upp á nýjung vefmálum. Um er að ræða lágmarksútgáfu af vefumsjónarkerfinu Snerpli á verði sem ætti að henta öllum  nýsköpunar og sprotafyrirtækjum. 
Fyrirtækið leggur til efnið á síðuna og kaupir viðkomandi lén.  Þegar fyrirtækið vex og þörfin fyrir ítarlegri og stærri heimasíðu kemur er lítið mál að fá tilboð í stækkun og breytingar.  Snerpa hefur þróað og rekið vefumsjónarkerfið Snerpil frá árinu 2006 og fjölmörg fyrirtæki og sveitarfélög hafa nýtt sér þjónustuna.  Það er mikilvægt að halda uppi vandaðri og faglegri  þjónustu við þau fyrirtæki sem eru að byggja upp sitt markaðstarf, hvort sem á við nýja þjónustu eða ný fyrirtæki,  þó ástandið í þjóðfélaginu verði til þess að fyrirtæki hafi minni fjármuni til að spila úr.

Vefkerfið inniheldur fréttakerfi, fjórar undirsíður og hýsingu fyrir 3.059 kr. á mánuði og startkostnaður er aðeins 75.000 kr. (öll verð eru án vsk.) sjá nánari upplýsingar á vefsíðu fyrirtækisins hér.

Ef þú ert að setja saman rekstur, eða hefur staðið í rekstri og vilt verða sýnilegri, endilega settu þig í samband við okkur!


Avatar Ágúst Atlason

Upp