2 nýir vefir sem nota Snerpil vefumsjón
Í dag er einn af þessum góðu dögum. Þeir dagar þar sem gefnir eru út nýjir vefir fyrir viðskiptavini Snerpu eru alltaf sérstakir í okkar augum. Og í dag opna tveir nýir vefir og báðir nota þeir Snerpil Vefumsjón.
Vesturbyggð.is
Sveitafélagið Vesturbyggð hefur verið með í hönnun vef hjá okkur og kennir þar ýmissa nýjunga frá eldri vef þeirra. Sett hefur verið upp atburðadagatal til að skrá alla helstu atburði líðandi stundar. Einnig verður sú nýbreytni á nýja vefnum að allir bæjarfulltrúar geta núna bloggað um störf sín og fleira. Skapar þetta ákveðna nálgun við kjósendur í Vesturbyggð. Vefurinn státar af góðu myndaalbúmi frá lífinu á svæðinu. Stefna hjá Vesturbyggð er að halda úti lifandi og skemmtilegum bæjarvef og miðað við áhugann þar á bæ, á það eftir að takast vel.
Diva.is
Diva snyrtistofa hugsar til framtíðar og óskaði eftir nýjum vef til bættrar þjónustu fyrir sína viðskiptavini. Síðan er létt og skemmtileg með miklum fróðleik um starfsemi og þjónustu snyrtistofunnar. Þar má líka finna verð fyrir alla þjónustu. Á vefnum geta viðskiptavinir pantað tíma í snyrtingu og er þetta annar vefurinn á stuttum tíma sem tekur pöntunarkerfi Snerpils upp. Tímapöntunarkerfið er mjög auðvelt í notkun og á það vonandi eftir að auka þjónustustig snyrtistofunnar til muna.
Skoða vefsíðu Divu snyrtistofu
Og sólin skín...á frábærum degi!