Cover
miðvikudagurinn 27. mars 2013

3259 dagar

Snerpa var eitt þeirra fyrirtækja sem lagði inn kæru til Samkeppnisstofnunar, nú Samkeppniseftirlitsins þann 24. apríl 2004 vegna meintrar óviðunandi hegðunar Landssíma Íslands á samkeppnismarkaði, m.a. misnotkun á markaðsráðandi stöðu, undirverðlagningu, einkakaupasamninga og fleira. Viðkomandi kæra varðaði viðskipti við Íslandsbanka þar sem m.a. starfsmönnum bankans var boðin nettenging undir kostnaðarverði. Í gær, 26. mars 2013 birti Samkeppniseftirlitið sátt sem Síminn og Skipti féllust á vegna m.a. þessa gamla kærumáls. Meðferð málsins hefur tekið gríðarlega langan tíma í meðförum Samkeppnisstofnunar og Samkeppniseftirlits eða tæp níu ár, nákvæmlega 3.259 daga.

Þrátt fyrir það standa kvartendur, sem Samkeppniseftirlitið telur að brotið hafi verið á með alvarlegum hætti og í langan tíma, eftir bótalausir þar sem Síminn og Skipti hafa í sáttinni ekki viðurkennt brotin. Vissulega miðar sáttin að því að gerðar séu breytingar sem bæta samkeppnisumhverfi aðila eins og Snerpu en það verður að segjast eins og er að vinnubrögð Samkepnnisyfirvalda í þessu máli eru forkastanleg og með ólíkindum hvað yfirvöld eru sein að bregðast við kvörtunum. Snerpa og fleiri aðilar hafa haft með sér samstarf um reglulegan eftirrekstur á málsmeðferðinni og íhuga nú næstu skref. Líklegt má telja að þau felist í kröfum um skaðabætur vegna þess mikla tjóns sem sýnt hefur verið fram á.


Avatar Björn Davíðsson

Upp