fimmtudagurinn 1. desember 2005
ADSL í Hnífsdal
Íbúar í Hnífsdal geta nú glaðst yfir því að nú er hægt að fá ADSL-tengingar í Hnífsdalnum. Starfsmenn Snerpu veita fúslega allar frekari upplýsingar í síma 520-4000 eða í tölvupósti á snerpa@snerpa.is. Við minnum á tilboð okkar til Hnífsdælinga sem var borið í hús um daginn og einnig á það að Snerpa getur séð um pöntun á ADSL-línunni hjá Símanum. Einnig viljum við taka fram að binditilboð Símans bindur notendur einungis gagnvart ADSL-línu en netþjónustuna þarf ekki að kaupa hjá Símanum sé binditilboðinu tekið. - Betri þjónusta...!
Snerpa