Cover
föstudagurinn 24. júlí 2015

Auknar framkvæmdir í sumar

Snerpa hefur undanfarið undirbúið framkvæmdir til að auka framboð á Smartnetinu á Ísafirði. Gerðar hafa verið þveranir í nokkrar götur og hvetjum við þá sem munu geta nýtt sér betra samband á Netinu til að skrá sig því að nú er ljóst að eitthvað af áður tilkynntum framkvæmdum þarf að bíða síðari tíma þar sem þarf að forgangsraða eftir áhuga. Við minnum á skráningarformið á http://www.snerpa.is/smartnet/framkvaemdir/ af þessu tilefni.

Meðal þess sem hefur bæst við er ljósleiðari í Engidal en það er samstarfsverkefni með Orkubúi Vestfjarða og verða m.a. sett upp sambönd í Fossavatnsvirkjun og Funa. Einnig verður lagður ljósleiðari í hluta Holtahverfis og munu íbúar þar þá eiga þess kost að fá beina ljósleiðaratengingu.


Avatar Björn Davíðsson

Upp