miðvikudagurinn 29. júní 2011
BÍ/Bolungarvík og Snerpa í samstarf
Knattspyrnufélagið BÍ/Bolungarvík og Snerpa hafa gert með sér samstarfssamning til næstu þriggja ára og er Snerpa þá kominn í hóp fjölmargra fyrirtækja sem ætla að taka slaginn með liðinu næstu árin. Í kjölfar samstarfsins var vefur félagsins tekinn í gegn og má sjá útkomuna hér.
Eins og margir vita spilar BÍ/Bolungarvík í 1. deildinni undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og hafa náð góðum árangri í ár, en liðið situr í efri hluta deildarinnar og sló auk þess út Íslandsmeistara Breiðabliks út úr bikarnum fyrir stuttu eins og frægt er orðið.
Sturla Stígsson