Cover
fimmtudagurinn 2. júní 2022

Engar verðbreytingar í netþjónustu Snerpu um mánaðamótin

Nú þegar verðbólga hefur tekið kipp eru ýmsar nauðsynjavörur að hækka í verði. Það á einnig við um önnur útgjöld heimila svo sem netþjónustu og hafa fyrirtæki í þessum geira verið að kynna verðhækkanir á sinni þjónustu og meðal þeirra eru fyritæki sem Snerpa kaupir aðföng af í heildsölu.

Þannig kynnti Míla nýverið verðhækkun sem tók gildi í gær 1. júní. Verð á  heimtaugaverði ljósleiðara á landsbyggðinni hækkar um 10% en á hækkun á sömu þjónustu á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri er um 3,3% Þá hækkar aðgangur að bitastraumskerfi Mílu um 4,5% á landsbyggðinni en um 2,2% á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.

Stóru fjarskiptafyrirtækin þrjú - Nova, Vodafone og Síminn hafa einnig tilkynnt verðhækkanir á sinni þjónustu sem taka gildi ýmist 1. maí sl. - í gær eða 1. júlí.

Í gangi eru samningaviðræður við birgja um stækkun og nýtt verð á samböndum og munu niðurstöður úr þeirri vinnu mögulega hafa áhrif á verðbreytingar.

Við hjá Snerpu höfum ákveðið að verðið fyrir okkar vinsælustu netþjónustu sem er Heimilispakkinn verði óbreytt á meðan aðstæður breytast ekki til verri vegar en erum að skoða frekar hvort verð fyrir aðrar áskriftarleiðir þurfi að breytast. Verð á áskriftarleiðum og aðgangsgjaldi Snerpu hefur ekki hækkað síðan í nóvember árið 2015.


Avatar Björn Davíðsson

Upp