
Eru ljósmyndirnar á öruggum stað?
Þegar filmumyndavélarnar voru upp á sitt besta, var það venjan að geyma negatívu filmurnar á góðum stað og jafnvel setja þær í öryggishólf í banka. En þegar stafræna byltingin kemur, virtist þessi aðferð gleymast. Það jafnvel hvarlar ekki að fólki að harðir diskar eru viðkvæmir hlutir og geyma oftast myndirnar á einum stað. Að færa myndirnar á flakkara er ekki að taka afrit, heldur bara að færa til vandamálið. Best er að hafa afrit af myndum á tveimur stöðum.
Nokkrar aðferðir til að geyma myndir á öruggan máta:
Afritun á harða diska:
Þægilegast og fljótlegast er að taka afrit á annan harðan disk, flakkara eða aðra tölvu. Hægt er að nota forrit til að auðvelda afritun enn frekar með sjálfvirkni.
Geymslur á netinu:
Dropbox - frí 2 GB, hægt að fá allt að 100 GB
123.is - allt að 100 GB
Picasa Web Albums - frí 1 GB, hægt að fá allt að 16 TB eða 16.384 GB.
Afritun á CD / DVD / Blu-Ray:
Einnig getur verið gott að hafa afrit á diskum og jafnvel gefa ættingjum og vinum afrit.
