
miðvikudagurinn 8. júní 2016
Ferðamálasamtök Vestfjarða opna nýja síðu
Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa opnað nýja og uppfærða síðu á vestfirskferdamal.is.
Ferðamálasamtök Vestfjarða eru samtök hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á Vestfjörðum en félagar í samtökunum geta verið sveitarfélög á Vestfjörðum, einstaklingar, fyrirtæki eða félög sem tengjast að einhverju leyti ferðaþjónustu.
Nýja vefsíðan keyrir á Snerpili Vefumsjónarkerfinu líkt eldri síðan sem hafði þjónað samtökunum síðan 2008. Nýja síðan er að sjálfsögðu snjallsímavædd og öll hin glæsilegasta.
Við óskum FMSV innilega til hamingju með nýja síðu!
