Cover
föstudagurinn 23. febrúar 2007

Fylkir.is og Sólrisa.is

Mikið er að gerast í vefmálunum hérna í Snerpu, og rjúka vefsíðurnar út eins og heitar lummur þessa dagana. Fylkir.is ferðaskrifstofa kom að máli við okkur og óskaði eftir nýrri hönnun á gamalli og góðri síðu sem Fylkir Ágússton hefur haldið úti síðan 1997. Er þetta þriðja kynslóð vefsvæðis hans og hefur síðan virkilega vaxið og dafnað síðan 1997. Er vefsíðan sett upp  í Snerpill vefumsjón, vefumsjónarkerfi Snerpu  ehf. Á vefsíðunni má finna og panta hinar ýmsu upplýsingar um Danmörku, og ferðalög þangað, hvort sem það er í formi texta, tengla, skráa eða mynda.

Starfsfólk Snerpu óskar Fylkir ferðaskrifstofu til hamingju með nýjan vef.

Sólrisuhátíð

Vefsíða Sólrisuhátiðar Menntaskólans á Ísafirði hefur einnig fengið nýja vefsíðu. Var sett upp einföld og skemmtileg síða fyrir hátíðina með fréttakerfi og undisíðum fyrir dagskrá og texta um hátíðina. Endilega skoðið vefsíðuna og farið yfir veglega og skemmtilega dagskrá Sólrisu 2007!

Starfsfólk Snerpu óskar Sólrisunefnd til hamingju með nýjan vef.

Snerpill.is

Snerpill vefumsjón hefur loksins fengið sína eigin vefsíðu. Þar má finna allar vefsíður sem hafa verið settar upp í kerfinu og einnig má skoða þar fídusa kerfisins. Á næstunni munu svo koma upp hjálparhluti fyrir kerfisnotendur og einnig demo af kerfinu. Hvetjum við alla til að kynna sér eiginleika Snerpils vefumsjón.

Starfsfólk Snerpu óskar Snerpu til hamingju með nýjan vef.


Avatar Snerpa

Upp