
mánudagurinn 8. desember 2008
Gert við ljósleiðara
Starfsmenn frá Snerpu og Mílu eru í dag á Patreksfirði að ljúka fullnaðarviðgerð á ljósleiðaranum sem slitnaði 12. nóvember sl. Einnig eru unnar í leiðinni breytingar á samböndum og tengingar fyrir GSM-senda á svæðinu. Fyrir helgi lokaðist leiðin um Hrafnseyrarheiði en hefur nú verið opnuð aftur. Við smellum hér með mynd af viðgerðinni 12. nóvember sl.
