Cover
þriðjudagurinn 11. júní 2002

Gervihnattaþjónusta við skip aukin

Snerpa hefur nú tekið í notkun nýja rás við Iridium gervihnattakerfið þannig að fleiri skip geta nú verið tengd Snerpu samtímis. Í síðasta mánuði fóru um 3.300 tölvuskeyti til og frá skipum sem tengd eru um INmobil samskiptakerfi Snerpu en notendur eru nú á fjórða hundrað talsins. Snerpa hefur m.a. sérhæft sig í þjónustu til skipa á hafi úti og býður aðgang um bæði GSM- NMT- og gervihnattakerfin Iridium, Inmarsat M og Mini-M ásamt EMsat inn á sérstaka póstmiðlara, bæði eigin búnað sem er INmobil samskiptagáttin og einnig sér Snerpa um að reka MarStar samskiptagátt Netverks. Iridium-tenging við Snerpu er nú hagstæðasta gervihnattatengingin, þar sem Snerpa tekur við tengingum beint um Iridium gervihnettina (innan kerfis). Alls eru nú rúmlega fimmtíu skip tengd skipaþjónustu Snerpu. Snerpa hefur sl. tvö ár veitt skipaþjónustuna í samstarfi við Radiomiðun hf. sem sér um markaðssetningu á þjónustunni og hefur samstarfið gengið með eindæmum vel.


Avatar Snerpa

Upp