
mánudagurinn 19. ágúst 2024
Gígabit á fleiri staði
Undanfarnar vikur hefur verið unnið að útskiptingum á búnaði Snerpu sem gerir kleift að bjóða 1 Gbps hraða á ljósleiðara Snerpu. Nú eiga flestir notendur á ljósleiðara Snerpu að geta fengið 1 Gbps nettengingu en þó verða notendur í Súðavík og Hnífsdal að bíða eitthvað í viðbót.
Við reiknum með að uppfæra í Súðavík innan 2ja vikna en stækkun í Hnífsdal verður mögulega ekki fyrr en í lok september þar sem töf er á afgreiðslu búnaðar erlendis frá.
