þriðjudagurinn 23. desember 2008
Gleðileg jól!
Snerpa vill senda bestu jóla og nýárskveðjur til ykkar allra og þakkar viðskiptin á liðnu ári. Rekstur Snerpu hefur farið í gegnum miklar breytingar á árinu sem er að líða og hafa þær tekist vonum framar. Þjónustustigið hefur hækkað til muna með innkomu Mílumanna og einnig hefur kúnnahópur fyrirtækja vaxið jafnt og þétt. Það er ánægjulegt að segja frá því.
Eins og í fyrra, fylgir með forláta mynd af skrýtnum jólasvein en þessi nefnist Tölvukrækir. Látum svo fylgja með myndina frá í fyrra en það var hann Snúrusníkir.
Góðar stundir.
Ágúst Atlason