Háskólasetur Vestfjarða og Snerpa skrifa undir samstarfssamning
Það gleður okkur Snerplana að tilkynna að samstarfssamningur hefur verið undirritaður á milli Snerpu og Háskólaseturs Vestfjarða. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni:
"Háskólasetur Vestfjarða og Snerpa skrifa undir samstarfssamning
Tölvufyrirtækið Snerpa á Ísafirði hefur nú alfarið tekið að sér umsjón vefmála Háskólaseturs Vestfjarða. Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs, og Matthildur Helgadóttir, framkvæmdastjóri Snerpu, skrifuðu undir samning þar að lútandi nú í morgunn. Ágúst Atlason, margmiðlunarhönnuður hjá Snerpu, vinnur þessa dagana að hönnun nýrrar vefsíðu fyrir Háskólasetrið. Ákveðið var s.l. vor að fara út í algjöra endurskoðun á vefsíðu setursins þar sem nú fara í hönd miklar breytingar á starfseminni og því nauðsynlegt að endurhanna síðuna og laga hana að núverandi þörfum og varð vefumsjónarkerfið Snerpill fyrir valinu, en kerfið er hannað af Snerpumönnum og hefur reynst mjög vel."
Vonum við að þetta sé upphafið af ánægjulegu samstarfi á milli Snerpu og Háskólaseturs. Í deiglunni eru nokkrar síður í viðbót, innan þessa samstarfs, þar á meðal fyrir Vestjarðaakademíuna.