þriðjudagurinn 30. júní 2015
Heitur reitur á Flateyri
Snerpa hefur nú gangsett nýjan þráðlausan reit (e. WiFi hotspot) á Flateyri. Ferðamenn þar geta því komist á Netið á einfaldan hátt á dreifisvæðinu. Sama gildir um þennan reit að aðgang að honum er einnig hægt að nýta á öðrum heitum reitum Snerpu á Ísafirði og Hrafnseyri.
Snerpa vill einnig benda á að það getur verið hagstæðara fyrir þá sem nota 3G til að komast á Netið í ferðalaginu að nýta sér þráðlausu reitina i staðinn enda kostar sólarhringurinn ekki nema 300 kr. en einnig er hægt að kaupa eina klukkustund á 150 kr.
Björn Davíðsson