Cover
föstudagurinn 29. júní 2007

Í fréttum er þetta helst

Það er bjart framundan í verkefnastöðu Snerpu um þessar mundir. Mjög mikið hefur verið að gera og allskyns uppgangur innan fyrirtækisins. Endurnýjaður hefur verið vélbúnaður í vélasal og má þar nefna 1 vélaskáp og í hann 4 nýjar vélar, þar af 2 í póstsíur. Á hverjum degi koma inn um 150 til 200 þúsund skeyti og 80 til 90 prósent fara í beint ruslið! Fer það eftir vikudögum og tíðum ruslbombum sem felast í massívum fjöldapóst á lén sem eru hýst á vefþjónum okkar. Hreinsað var út úr vélasalnum gömlum vélbúnaði og lítur þetta mun betur út núna og erum við betur í stakk búin í baráttunni við ruslpóstinn. Í framhaldi af þessum aðgerðum verða svo vefþjónarnir uppfærðir og settir á betri vélbúnað. Á þriðja hundrað lén eru nú hýst á vefþjónum okkar og bætist stöðugt við. Allar vélar hafa fengið nýtt varaafl og er það plús, því rafmagn á Vestfjörðum getur verið óstöðugt á stundum.

Vefhönnunardeild Snerpu hefur haft í nógu að snúast, 3 vefir á leiðinni á vírana og einn fór út í dag.

Raggagarður í Súðavík er að opna vef á slóðinni raggagardur.is og má þar finna sögu garðsins og upplýsingar um leiktækin og annað. Raggagarður á sér merkilega sögu, en móðir Ragga, Vilborg Arnarsdóttir setti hann á laggirnar til minningar um son sinn er lést í umferðarslysi þann 19. ágúst 2001, þá aðeins 17 ára gamall. Merkilegt og gott framtak þarna á ferðinni. Raggagardur.is notar Snerpil vefumsjón og er ekki allt efni komið inn á vefinn enn, en Vilborg vinnur hörðum höndum að því verkefni.

Starfsfólk Snerpu óskar Vilborgu innilega til hamingju með nýju vefsíðuna.

Einnig er brjálað að gera á verkstæði okkar sem og í annari þjónustu. Mörg smærri fyrirtæki hafa verið að nýta sér þjónustusamninga við Snerpu, en þeir fela í sér fasta viðveru í fyrirtækjum. Nokkur fyrirtæki hafa verið að koma sér upp miðlægum server sem sér um vefpóst, bókhaldskerfi og ýmislegt fleira og er sniðug lausn í tölvumálum fyrirtækja í dag.

Við lítum björtum augum á framtíðina!


Avatar Snerpa

Upp