Cover
fimmtudagurinn 8. febrúar 2007

Ísafjarðarbær gerir þjónustusamning við Snerpu

Samningur þessi gildir um þjónustu við tölvubúnað stofnana sveitarfélagsins og hefur í för með sér mikið hagræði fyrir Ísafjarðarbæ sem fær faglega ráðgjöf og þjónustu á bestu kjörum.

Í Snerpu vinna 9 starfsmenn, hver með sérfræðiþekkingu á sínu sviði. Þar af 3 tölvumenn í fyrirtækja og þjónustudeild, vel þjálfaðir og menntaðir í öllu sem við kemur rekstri, uppfærslum og viðgerðum á hvers konar tölvum og almennum tölvukerfum. Fyrirtækið rekur einnig öfluga internetþjónustu og vefhönnunardeild og er þekking starfsmanna Snerpu því víðtæk. Þetta þýðir að Snerpa er vel í stakk búin til að veita Ísafjarðarbæ örugga og fljóta þjónustu.


Avatar Snerpa

Upp