fimmtudagurinn 27. október 2016
Ljósleiðaraframkvæmdir í Fjarðarstræti, Eyrargötu og Túngötu
Snerpa er að kanna möguleikann á að fara í ljósleiðaraframkvæmdir í Fjarðarstræti, Eyrargötu og Túngötu* ef næg þátttaka fæst.
Leitum við því til húseigenda til að athuga með áhuga á að fá ljósleiðaratengingu í sína íbúð. Ef áhugi er fyrir hendi vinsamlegast látið vita í netfangið sala@snerpa.is eða í síma 520-4000.
Fleiri upplýsingar er líka hægt að fá á www.snerpa.is/ljosleidari Stofngjald fyrir íbúð er 25.000kr. Nauðsynlegar innanhúslagnir eru innifaldar.
* Fjarðarstræti 55, 57 og 59
* Eyrargata 6 og 8
* Túngata 18 og 20
Sturla Stígsson