Cover
mánudagurinn 2. september 2013

Menntaskólinn gerir samning við Snerpu

Menntaskólinn á Ísafirði og Snerpa undirrituðu á dögunum samning um umsjón tölvu- og upplýsingakerfis skólans. Samningurinn sem tekur gildi 1. september og er til 5 ára felur í sér umsjón, rekstur og viðhald tölukerfis M.Í. Um er að ræða miðlægan tölvubúnað og kerfi á honum sem verður hýst í hýsingarrými Snerpu og umsjón með netskiptum og þráðlausu netkerfi í húsum MÍ á Torfnesi. Snerpa ehf sem var stofnuð á Ísafirði árið 1994 rekur alhliða tölvu- og netþjónustu og hafa starfsmenn fyrirtækisins sérhæft sig í vefforritun, hugbúnaðargerð og rekstri upplýsingakerfa. Að sögn Gísla Halldórs bauð Menntaskólinn út þjónustuna í sumar og var ákveðið að taka tilboði Snerpu, sem hefur bæði þekkingu og reynslu af þjónustu við slík kerfi, af því tilboð Snerpu þótti hagkvæmast auk þess leggja stjórnendur MÍ áherslu á að kaupa þjónustu af fyrirtæki í heimabyggð.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Ragnar Aron Árnason þjónustustjóri  Snerpu og Gísla Halldór Halldórsson fjármálastjóri Menntaskólans á Ísafirði handsala samkomulagið.


Avatar Sturla Stígsson

Upp