
þriðjudagurinn 2. október 2018
Ný vefmyndavél á Höfða
Við höfum nú skipt um vefmyndavélina á Höfða í Dýrafirði. Sú gamla hélt illa fókus og við notuðum tækifærið um leið og við tengdum ljósleiðara á bæinn til að skipta um vél. Vefmyndavélarnar eru mikið sóttar og við fáum oft skemmtilega pósta utan úr heimi þar sem dáðst er að landslaginu okkar. Enda alveg einstakt.
https://www.snerpa.is/allt_hitt/vefmyndavelar/Dyrafjordur_-_Hofdi/
