
miðvikudagurinn 18. júní 2014
Ný vefmyndavél á Ísafirði
Snerpa hefur komið upp nýrri vefmyndavél í Menntaskólanum á Ísafirði með góðfúslegu leyfi skólans. Er vefmyndavélin á sama stað og fyrsta vefmyndavél Snerpu var staðsett eða í horni bóknámshús MÍ á 2. hæð. Sú vél, sem jafnframt var fyrsta vefmyndavélin á Íslandi, var gangsett 1. janúar 1999 og hlaut gríðargóðar viðtökur.
Útsýnið úr nýju vefmyndavélinni má nálgast hér.
