
mánudagurinn 22. desember 2008
Ný vefsíða í loftið
Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf hefur nú opnað nýja vefsíðu á www.frosti.is og notast hún við Snerpils vefkerfið sem vefdeild Snerpu hannaði. Á síðunni er að finna allar helstu upplýsingar um fyrirtækið ásamt því að hægt er að senda þar inn atvinnuumsókn í gegnum rafrænt form. Starfsmannafélag HG er einnig með aðsetur þarna og má þar nálgast fréttir af starfi þess ásamt myndaalbúmum. Síðan er bæði á ensku og íslensku.
