mánudagurinn 1. júní 2015
Nýr starfsmaður Snerpu
Þorbergur Haraldsson hóf í dag störf í sölu- og þjónustudeild Snerpu en hann mun þar starfa við alhliðar tölvuþjónustu og viðgerðir.
Við bjóðum Þorberg velkominn í hópinn!
Þorbergur stundar nám í tölvu- og upplýsingatækni við Tækniskóla Íslands og er mikill fengur í að fá hann í okkar hóp.
Sturla Stígsson