
miðvikudagurinn 1. janúar 2014
Nýr vefur Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða tók á dögunum í gagnið nýja vefsíðu sem keyrir á Snerpill Vefumsjón og leysir af hólmi eldri vefumsjónarkerfi fræðslumiðstöðvarinnar sem var komið til ára sinna. Á nýja vefnum hafa allar upplýsingar verið gerðar aðgengilegri, námsskeiðaskráning og úrvinnsla þeirra auðvelduð auk þess sem hann var settur í farsímavænt form.
Vefinn má finna á frmst.is
Auk fræðslumiðstöðvarvefsins var námsvefurinn plato.is færður inn í vefumsjónarkerfið Snerpil en vefurinn er fyrir þá sem vilja kynna sér það sem Siglingastofnun Íslands gerir kröfu um að skipstjórnarmenn frístundafiskibáta við Ísland standi skil á.
