Nýr vefur Ísafjarðarbæjar
Nýr vefur Ísafjarðarbæjar hefur litið dagsins ljós. Við hönnun hans var litið til þess að hafa sem greiðast aðgengi að þeim upplýsingum sem notendur þurfa hvað mest á að halda. Þá var forsíða einfölduð og reynt að stytta leiðir í uppbyggingu vefjarins.
Síðan er hönnuð af þeim Ágústi Atlasyni og Sturlu Stígssyni, vefhönnuðum hjá Snerpu ehf. á Ísafirði, og efnisuppbygging var í höndum upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar. Notast er við vefumsjónarkerfið Snerpil frá Snerpu ehf. Er það mat þeirra sem að vefnum standa að vel hafi tekist til við uppbyggingu, en eins og alltaf má búast við einhverjum byrjunarerfiðleikum. Eru notendur beðnir um að sýna þolinmæði, en láta þó vita á netfangið upplysingafulltrui@isafjordur.is ef eitthvað virkar ekki sem skyldi.
Síðan á eftir að taka einhverjum breytingum á næstu vikum og mánuðum eftir því sem þurfa þykir. Verður við þær breytingar reynt að taka mið af þeim ábendingum sem berast.
Því miður reyndist ekki mögulegt að birta fundargerðir við opnun síðunnar, en úr því verður ráðið á allra næstu dögum. Í millitíðinni er hægt að biðja um tilteknar fundargerðir á textaformi í gegnum netfangið upplysingafulltrui@isafjordur.is.
Skoða nýja vef Ísafjarðarbæjar