Cover
þriðjudagurinn 25. nóvember 2008

Nýr vefur Snerpu

Það hefur verið lengi á döfinni að opna nýjan vef Snerpu enda sá eldri barn síns tíma. Til þess höfum við haft frábært tól sem er vefumsjónarkerfið Snerpill sem við höfum undanfarin misseri boðið þeim sem hýsa vefi sína hjá Snerpu. Þó nýi vefurinn hafi verið um það bil tilbúinn um nokkurt skeið hefur blessunarlega verið nóg að gera við vefsmíði fyrir viðskiptavini og þetta verkefni því setið á hakanum. Í dag, 25. nóvember varð Snerpa 14 ára og ákváðum við af því tilefni að láta vaða og sleppa nýja vefnum í loftið. Gerið svo vel.


Avatar Björn Davíðsson

Upp