
þriðjudagurinn 20. september 2011
Nýr vefur Tálknafjarðarhrepps
Tálknafjarðarhreppur hefur tekið í gagnið nýjan vef sem keyrir um á vefumsjónarkerfinu Snerpill frá Snerpu. Við hönnun hans var litið til þess að hafa sem greiðast aðgengi að þeim upplýsingum sem notendur þurfa hvað mest á að halda.
Tálknafjarðarhreppur er sjötta sveitarfélagið á Vestfjörðum sem nýtir sér Snerpils vefumsjónarkerfið en það hefur verið í mikilli sókn á undanförnum árum.
Skoða má nýjan vef hreppsins á talknafjordur.is
