Cover
föstudagurinn 9. mars 2001

Nýr vefur opnaður

Í dag opnaði Snerpa nýjan vef sem er sérstaklega ætlaður til að kynna framleiðsluvörur Snerpu. Undanfarið hefur aukist mikið að fyrirtæki óska eftir stöðluðum lausnum til að tengja við vefi sína, má þar nefna fréttakerfi, spjallþræði, verkbókhald o.fl. með þessum vef vill Snerpa kynna nánar þær lausnir sem í boði er.Meðal lausna sem kynntar eru er INform. INform er upplýsingakerfi fyrir allar stærðir fyrirtækja. Inform heldur utan um sögu viðskiptamanna, hvaða skjöl hafa farið á milli og einnig af hvaða tilefni. Verkbókhald INform er mjög sveigjanlegt og hægt að aðlaga það hvaða atvinnugrein sem er á skömmum tíma. Ef starfsmenn eru mikið á ferðinni hvort heldur er hér heima eða erlendis og þurfa að hafa aðgang í póstinn, dagatalið, upplýsingar um viðskiptaðila eða hvað sem er þá er INform kostur sem þú ættir að skoða vandlega. Möguleiki á samkeyrslu ákveðinna hluta við vefsíður fyrirtækisins gefur kost á því að þar inni eru alltaf nýjar og réttar upplýsingar hverju sinni.

Slóðin í vefinn er http://www.it.is


Avatar Snerpa

Upp