miðvikudagurinn 1. október 2003
Nýtt innhringinúmer fyrir mótaldsnotendur
Notendur sem tengjast með mótaldi eru beðnir að athuga að við höfum sett upp mótöld á sama númeri og notað er fyrir ISDN sem er 456-5371. Þess vegna þurfa notendur nú að breyta hjá sér númerinu sem hringt er í og nota 456-5371 framvegis. Þetta á þó ekki við um notendur sem tengjast frá skipum. Eldra númerið (456-5441) verður virkt áfram en línum verður fækkað þar eftir því sem notendur færa sig yfir á nýja númerið. Við munum í framhaldinu aðstoða þá notendur sem við sjáum að eru að nota eldra númerið áfram eftir því sem tilefni gefst til.
