Nýtt logo Snerpu
Síðastliðna mánuði hefur margt verið að gerast hjá Snerpu ehf. Í síðustu frétt sögðum við frá nýju vefumsjónarkerfi og vefsíðum sem hafa verið að nota það. Kerfið hefur fengið það skondna nafn Snerpill sem var eiginlegt vinnuheiti, en stóð svo upp úr öllum tillögum sem voru ræddar. Hér má sjá skjáskot af logoi Snerpils. Snerpa hefur einnig verið að huga að andlitslyftingu á logoi fyrirtækisins og hefur nýtt verið hannað. Geta glöggir lesendur síðunnar séð að skipt hefur verið um logo í vinstra horninu efst á síðunni. Einnig látum við fylgja fréttinni mynd af logoinu. Hér má svo sjá stærra skjáskot. Mun svo allt sem notað hefur gamla logoið fá það nýja í staðin. Snerpa keypti á dögunum nýjan bíl af gerðinni Volkswagen Fox og mun hann einnig skarta nýja logoinu á næstu dögum.