miðvikudagurinn 22. janúar 2020
Nýtt samband gangsett
Í dag var gangsett nýtt samband á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur til að mæta aukinni umferð notenda til og frá Internetinu. Sambandið bætist við eldra samband í Tæknigarði Háskóla Íslands þar sem Snerpa er með aðstöðu og tengist jafnframt skiptistöð innanlandsumferðar. Samböndin tvö eru þannig uppsett að þau virka jafnframt sem varaleiðir fyrir hvort annað. Innan skamms mun svo bætast við ný útlandagátt til Evrópu en sambandið sem var tekið í notkun í dag er forsenda fyrir nýja sambandinu til Evrópu.
Björn Davíðsson