Cover
mánudagurinn 26. apríl 2010

Opin kerfi og Snerpa styðja gott málefni

Hjá Grunnskóla Bolungarvíkur var þörf á tölvu fyrir sérkennslu og tóku Opin Kerfi og Snerpa sig saman og færðu Sjálfsbjörgu í Bolungarvík hagkvæma og meðfærilega Compaq 610 fartölvu.

Ragnar Aron Árnason hjá Snerpu færði Rúnari Arnarsyni ferðavélina og kom fram við það tækifæri að ferðavélin mun nýtast vel við sérkennslu fyrir fatlaða í Grunnskóla Bolungarvíkur.

Opin kerfi og Snerpa eru samstarfsaðilar um þjónustu og rekstur á upplýsingakerfum á norðanverðum Vestfjörðum. Samstarfið gerir báðum aðilum kleift að veita mjög góða þjónustu og sérstaklega hefur verið horft til þess að bjóða upp á Alrekstur fyrir fyrirtæki og stofnanir á svæðinu.

Alrekstrarmótelið byggir á því að fyrirtæki og stofnanir geta „keypt sér tölvudeild eða hluta tölvudeildar" til að reka upplýsingakerfi viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar. Hugsunin er að fyrir fastan kostnað á mánuði er hægt að fá allan hefðbundinn rekstur tölvukerfa með aðgengi að öllum helstu sérfræðingum og ráðgjöf eftir þörfum. Gagnvart viðskiptavinum koma Snerpa og Opin kerfi fram sem einn samstarfsaðili. Snerpa er í beinum tengslum við viðskiptavini á svæðinu en Opin kerfi hafa til viðbótar fjöldann allan af sérfræðingum og búnað til að bjóða upp á.


Avatar Ágúst Atlason

Upp