Cover
þriðjudagurinn 13. apríl 2004

Örbylgjunet á Þórshöfn

Snerpa hefur nú opnað örbylgjunetið á Þórshöfn. Byrjað var á uppsetningu á þriðjudaginn í síðustu viku og hafa um þrjátíu notendur nú þegar skráð sig fyrir þjónustunni. Sendimastrið er staðsett á félagsheimilinu Þórsveri.

Örbylgjunet Snerpu gefur nú notendum kost á háhraða sítengdu netsambandi. Afar einfalt er að setja upp nýjasta tengibúnaðinn sem er tengdur í netkort í tölvu notandans. Ekki er tekið stofngjald en notandinn kaupir tengibúnaðinn og kostar hann kr. 12.900,-

Örbylgjunet Snerpu er nú í rekstri á eftirtöldum stöðum: Bolungarvík, Hnífsdal, Súðavík, Ísafirði, Suðureyri, Flateyri, Þingeyri, Hólmavík, Drangsnesi og á Þórshöfn. Í undirbúningi er uppsetning víðar og er Bíldudalur næstur í röðinni.


Avatar Snerpa

Upp