
fimmtudagurinn 9. september 2010
Óshlíðargöng tengd
Snerpa hefur undanfarnar vikur verið að störfum í Óshlíðargöngum við lagningu og tengingar á ljósleiðurum. Um er að ræða ljósleiðara sem notaðir eru til að þjónusta jarðgöngin en allir neyðarsímar, stjórn- og eftirlitsbúnaður í göngunum eru tengdir með ljósleiðara. Einnig mun Snerpa á næstu dögum leggja og tengja ljósleiðara fyrir Mílu um göngin en núverandi ljósleiðari til Bolungarvíkur um Óshlíð verður lagður af. Lagningu ljósleiðara fyrir göngin lauk í gær. Áætlað er að tengingum í göngunum ljúki í þessari viku en þá tekur við vinna við tengingar að símstöð í Hnífsdal og lagning á ljósleiðara Mílu í gegnum göngin. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá vinnunni og úr göngunum.
