fimmtudagurinn 15. nóvember 2001
Rafmagnstruflanir
Síðastliðinn sólarhring hafa verið miklar rafmagnstruflanir á Vestfjörðum. Snerpa hefur ekki farið varhluta af því og hefur rafmagn verið að koma og fara undanfarinn sólarhring. Fyrir tveimur árum þá fjárfesti Snerpa í ljósavél sem grípur sjálfvirkt inn í þegar svona hlutir eiga sér stað, og eiga því notendur okkar utan Vestfjarða ekki að verða varir við neinar rafmagnstruflanir. Þessi búnaður hefur staðist allar væntingar og reynst mjög vel.
