Ruslpóstvarnir hertar
Vegna töluvert aukins magns af ruslpósti undanfarið höfum við ákveðið að herða ruslpóstvarnir okkar verulega. Hingað til hefur verið stefnan að leyfa skeyti frekar að sleppa í gegn til notenda ef einhver vafi leikur á því hvort það er ruslpóstur, heldur en að eiga á hættu að hindra saklausan póst. Mjög erfitt er að þræða þessa línu en reyna á að halda þessarri stefnu til hins ítrasta.
Við bættum því við auknum vörnum í dag, 22. júlí. Við vonumst til þess að þetta leiði til þess að ruslpóstur minnki enn frekar, en biðjum notendur að láta okkur vita ef þeir hafa grun um að póstur til þeirra sé hindraður. Við teljum vera litlar líkur á þessu, auk þess sem sendandi fær ávallt senda villutilkynningu þegar pósti er hafnað. Samt sem áður er rétt að fylgjast sérstaklega með þessu þegar varnir eru hertar.