Cover
mánudagurinn 11. desember 2006

Símanum afhentur undirskriftalisti

1700 undirskriftum sem safnað var hér, hafa verið afhentar forsvarsmanni verslunar Símans hf á Ísafirði. Undirskriftarsöfnun var hafin til að mótmæla breytingum sem fela meðal annars í sér að venjulegur ADSL notandi á Vestfjörðum greiðir sama verð fyrir 6MB/s tengingu og ADSL notandi á höfuðborgarsvænu borgar fyrir 12MB/s.

Hér má lesa það sem Matthildur Helgadóttir framkvæmdastjóri Snerpu hafði að segja við afhendingu listans:

"Ég kem hér með á framfæri undirskriftum og athugasemdum rúmlega sautján hundruð manns, sem skrifað hafa undir mótmæli við þjónustubreytingum hjá Símanum. En þær hafa orðið til þess að stór hluti landsins, Vestfirðir, Vesturland og Austurland borga meira fyrir minni hraða á Internetinu.

Síðan þessi undirskriftasöfnun hófst hafa einu viðbrögð Símans verið sú að á næsta ári sé fyrirhugað að byrja á uppfærsu á tækjabúnaði sem mun gera þeim kleyft að veita þessum íbúum sambærilega þjónustu við stór Reykjavíkursvæðið og Akureyri.

Fyrir hönd þessa fólks krefst ég svara um það hvenær fyrirhugaðri uppfærslu eða breytingu á búnaði líkur. Hvenær mun fólk á t.d Ísafirði og Egilstöðum fá þá þjónustu sem það greiðir fyrir."

Mynd frá bb.is


Avatar Snerpa

Upp