þriðjudagurinn 19. febrúar 2013
Símasvindl - Ekki láta blekkjast
Netþrjótar senda ekki bara tölvupósta eða setja upp heimasíður í miður skemmtilegum tilgangi. Þeir gætu einnig hringt í þig og þóst vera þjónustufulltrúi hjá Microsoft eða öðru þekktu fyrirtæki. Þeir gætu boðið þér aðstoð við að laga stýrikerfið eða reynt að selja þér hugbúnað, og til þess að gera það er beðið um aðgang að tölvunni þinni.
Þetta er gert í þeim tilgangi að:
- Plata þig til að setja upp hugbúnað sem getur safnað persónulegum upplýsingum, eins og aðgengi að heimabanka.
- Komast í tölvuna til að opna fyrir möguleika að hægt sé að ná stjórn á henni síðar.
- Biðja þig um kreditkortanúmer til að borga fyrir þessa þjónustu.
- Beina þér á heimasíðu sem biður um kreditkortanúmer eða aðrar upplýsingar.
Við viljum benda á að gefa aldrei upp persónulegar upplýsingar eða kreditkortanúmer til aðila sem þú kannast ekki við.
Nánari upplýsingar um þessi svindl má finna hér fyrir neðan:
http://www.microsoft.com/security/online-privacy/msname.aspx
Jakob Einar Úlfarsson