Sjónvarp Símans í boði á ljósleiðara Snerpu
Síminn hleypti af stað á dögunum þjónustu sinni Sjónvarp Símans óháð neti og er því Sjónvarp Símans loksins í boði yfir Smartnet og ljósleiðara Snerpu. Þar með er hægt að nálgast allt íslenskt efni og ýmist erlent efni yfir nettengingar Snerpu.
Sjónvarp Símans óháð neti kostar 7.900 kr á mánuði og inniheldur eftirfarandi:
- 4K/UHD myndlykill
- Sjónvarp Símans Premium
48 klst tímaflakk, ólínulega dagskrá Sjónvarp Símans rásarinnar, yfir 7.500 klukkustundir af nýju og klassísku sjónvarpsefni frá stærstu framleiðendum heims. - Sjónvarp Símans Appið
Sjónvarpsstöðvar og annað sjónvarpsefni í allt að 5 snjalltækjum. - 10 erlendar stöðvar
DR1, SVT1, NRK1, SkyNews, Boomerang, National Geographic, H2, BBC Brit, Food Network og JimJam. - Innlendar stöðvar
Allar opnar innlendar stöðvar og möguleiki á Stöð 2.
Hægt er að nálgast myndlykla hjá Særaf á Ísafirði eða panta á netinu hér. Ekki þarf að skipta um net því eins og er gefið til kynna þá er þetta sjónvarpsþjónusta óháð neti.
Þá er sjónvarpsflóran orðin fjölbreytileg eins og sjá má:
- Vodafone Sjónvarp býður upp á Stöð 2, Stöð 2 Maraþon Now og annað fjölbreytt efni.
- Thor Telecom er íslenskt fyrirtæki sem býður upp á sjónvarpsþjónustu.
- OZ appið er með allar íslenskar rásir opnar.
- RÚV er með allt sitt efni á Sarpinum á iOS og Android.
- Svo má ekki gleyma Netflix og Amazon Prime Video.
Nokkur hagnýt atriði
Tengja myndlykil við nettengingu
Hægt er að tengja myndlykilinn þráðlaust en gæta þarf að þráðlausa tengingin ráði við það gagnamagn sem myndlykillinn krefst. Við mælum alltaf með að tengja með netsnúru og er þá tengt í port 1 eða 2 á beini.
Aðstoð við vandamál á myndlykli
Síminn sér um að þjónusta myndlykla, áskriftaþjónustu og annað sem viðkemur þjónustunni. Hafa ber í huga að þar sem þessi þjónusta hefur ekki forgang á aðra netnotkun, getur mikil netnotkun samhliða áhorfi haft truflandi áhrif á sjónvarpsþjónustuna.
Íslenskt eða erlent niðurhal?
Í flestum tilfellum er íslensk sjónvarpsþjónusta talin sem innlent niðurhal en ekki er alltaf hægt að treysta því 100%. Þjónustan gæti verið hýst erlendis, eða aðrir hlutir haft áhrif eins og að nota aðra DNS nafnaþjóna eða VPN þjónustu.