Cover
þriðjudagurinn 23. nóvember 2004

Sjónvarp yfir ADSL

Vegna frétta af því að Síminn er að hefja sjónvarpsdreifingu yfir ADSL hefur borist töluvert af fyrirspurnunum um þjónustuna. Til að einfalda málið fyrir notendur okkar höfum við tekið saman algengar spurningar um þjónustuna og svör við þeim:

Get ég keypt netþjónustuna hjá Snerpu?

Já. Netþjónustan notar ekki sömu rás og sjónvarpsmerkið og er óháð því.

Hvað þarf ég til að geta tekið við sjónvarpi yfir ADSL?

  • ADSL-tengingu (línu) frá Símanum á símstöð sem sendir sjónvarpsmerki inn á ADSL.
  • Endabúnað (ADSL-beini) sem styður sérrásir fyrir sjónvarpsmerkið.
  • Afruglara sem fylgir áskriftinni og þú færð hjá Símanum.

Meiri upplýsingar hér...


Avatar Snerpa

Upp